á endalausu ferðalagi...
sunnudagur, maí 22, 2005
Halló allir saman....
Bara láta vita að ég er lifandi. Ég veit ekki hverssu mikið ég kem til með að skrifa hérna núna þar sem að ég er í verkefna vinnu og svo eru það blessuðu prófin að bresta á og ég verð í prófum fram til 20-22. júní.

Mig langar nú líka að óska Viggó til lukku með tiltilinn í símaskránna. Hann Viggó var nefnlilega að útskrifast á föstudaginn sem Stýrimaður, ég er ekki neitt smá stolt af honum frænda mínum fyrir að hafa byrjað og klárað þetta. Enn og aftur til lukku Viggó og nú meiga karlarnir í brúnni fara vara sig. Já og svo var systir hans, hún Andrea að taka bílprófið. Það sem tíminn líður, ég man nú eftir því þegar maður keyrði henni um í barnavagninum, og ég hef lítið elst síðan það var.

En allavega þá er það alvaran sem tekur við og við heyrumst seinna.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.